Um mig

Ég heiti Tómas Davíð Ibsen Tómasson. Ég útskrifaðist sem ökukennari frá Endurmenntun Háskóla Íslands haustið 2022. Einnig er ég menntaður kennari og starfa sem við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Áður kenndi ég í grunnskóla í nokkur ár og hef mikla reynslu af því að vinna með ungu fólki. Um nokkurra áraskeið vann ég einnig sem félagslífs- og forvarnarfulltrúi fjölbrautarskólans. Ég hef mikinn metnað fyrir menntun ungmenna sem og góðri umferðarmenningu og vil stuðla að hvor tveggja með metnaðarfullu og einstaklingsmiðuðu ökunámi sem sniðið er að þörfum nemandans.