Fyrstu skrefin…

  • Þegar einstaklingur hefur náð 16 ára aldri getur hann hafið ökunám. Fylla þarf út Umsókn um ökuskírtein (ýtið á link hér fyrir neðan) með umsókninni sækir nemandi um námsheimild. Í umsókninni koma eiga að koma fram helstu upplýsingar um nemann og passamynd þarf að fylgja umsókninni. Því næst er að að finna ökukennara. Að lokum þarf nemi að ákveða hvaða ökuskóla hann vill sækja, ökuskóla er bæði hægt að taka á netinu og í staðnámi.

    Nemandi þarf að:

    • Hafa náð 16 ára aldri.

    • Ef að nemandi nota gleraugu, þarf að taka lyf að staðaldri eða er með sjúkdóm sem geta haft áhrif á getu hans til að stjórna bifreið þarf að skila læknisvottorði með umsókn um námsheimild.

    • Passamynd fylgja með umsókn, athugið að myndin sem fylgir umsókn um námsheimild mun fara á ökuskírteini. 

  • Þegar námsheimild liggur fyrir getur formleg ökukennsla hafist. Nemandi fer þá í fyrstu 10 ökutímana samhliða því að hefja nám í ökuskóla 1.

    Þegar námsheimild liggur fyrir getur formleg ökukennsla hafist. Nemandi fer þá í fyrstu 10 ökutímana samhliða því að hefja nám í ökuskóla 1.

    Í ökutímunum lærir nemandinn:

    • Ná stjórntæki bifreiðarinnar

    • Um þá ábyrgð sem fylgir því að aka bifreið

    • Almenna umferðarhegðun og samskipti í umferðinni

    • Að aka við fjölbreyttar aðstæður

    • Nám í verklegum ökutímum og bóklegt nám ökuskólans veitir nemandanum þekkingu og færni til að verða ábyrgur ökumaður.

    Þegar nemandi hefur lokið að lágmarki 10 ökutímum og ökukennari metur nemanda hafa öðlast nægjanlega færni getur nemandinn hafið æfingakstur með æfingakennara.

Í framhaldi…

  • Áður en lagt er af stað í æfingaakstur er gott að æfingakennarinn mæti í einn ökutíma og fylgist með helstu áherslum og hvað þarf að leggja áherslu á í æfingaakstrinum. Þegar æfingaaksturinn hefst er mikilvægt að neminn fái að keyra við fjölbreyttar aðstæður og að reglulega séu teknar æfingar þar sem lagt er áhersla á ákveðna hluti sem snúa að akstrinum og þau atriði æfð sérstaklega. Ábyrgð ökunemans er að æfa akstur og keyra af yfirvegun og öryggi. Ábyrgð æfingakennara er að leiðbeina, leiðrétta og hrósa ökunemanum. Gott getur verið fyrir ökunemann að taka Ökuskóla 2 á meðan æfingaakstrinum stendur.

  • Tveimur mánuðum fyrir 17 ára afmælið má ökuneminn taki bóklega prófið. Neminn pantar sjálfur tíma í prófið og er mikilvægt að gera það tímanlega þar sem mikil aðsókn er að prófinu. Mikilvægt er þó að ákveða tímasetningu í samráði við ökukennarann og að neminn fari vel undirbúinn í prófið.

  • Verklega prófið má taka minnst tveimur vikum fyrir 17 ára afmælisdaginn og eftir að minnsta kosti 17 verklegar kennslustundir (15 hjá ökukennara og 2 í ökugerði hjá Ökuskóla 3) og skal ökuneminn vera búinn með Ökuskóla 1, Ökuskóla 2 og Ökuskóla 3. Algengt er að ökunemar taki á bilinu 17 – 25 ökutíma áður en að prófinu kemur. Ökukennarinn pantar í verklega prófið og er það á ábyrgð ökukennarans að meta hvort neminn hafi náð þeirri hæfni sem til þarf að geta klárað ökuprófið og hafi lokið ökunáminu.

  • Þegar ökunemi hefur náð bæði skriflegu og verklegu ökuprófi og náð 17 ára aldri fær hann afhent bráðabirgða ökuskírteini sem gildir í 3 ár en hann getur öðlast fullnaðarskírteini eftir 12 mánuði ef neminn er punktalaus og hefur lokið akstursmati. Fullnaðarskírteinið gildir í 15 ár frá útgáfu þess.

Bifreiðin

Kennslubifreiðin er af gerðinni KIA Stonic 2018, beinskiptur.