Af hverju nafnið Ibsen?

Hans Ibsen var norskur skipstjóri sem sigldi mikið til Íslands þar til hann fórst ásamt skipi sínu við strendur Vestfjarða. Lítið skyldi hann eftir sig annað en nafnið Ibsen sem fékk að lifa í lítilli fjölskyldu fyrir vestan. Stuttu eftir að hann dó birtist hann konu í draumi og var þá trú fólks að hinn látni vildi láta halda nafni sínu á lífi. Þannig fékk langaafi minn nafnið Ibsen og hefur það fylgt fjölskyldunni síðan í fimm ættliði.

Þegar ég útskrifaðist úr ökukennaranámi frá Endurmenntun Háskóla Íslands haustið 2022 lá beinast við að láta fyrirtækið mitt heita Ibsen ökukennsla.